Gerard Pique, leikmaður Barcelona, hlær að þeim sögusögnum að það sé ósætti á milli Lionel Messi og Antoine Griezmann.
Talað hefur verið um að samband þeirra tveggja sé slæmt en Pique þvertekur fyrir þann orðróm.
,,Leo og Grizi ná vel saman, alveg eins og Leo og Ousmane Dembele ná saman,“ sagði Pique.
,,Það sama má segja um Leo og Pedro eða Leo og David Villa, það gengur vel. Leo er eins og bróðir Luis Suarez.“
,,Þó samband hans við Griezmann sé ekki eins og sambandið við Suarez þá þýðir það ekki að það sé slæmt.“