Saga miðjumannsins Jack Wilshere er heldur sorgleg en hann var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður heims.
Meiðsli hafa sett stórt strik i reikning Wilshere sem leikur nú með West Ham eftir langa dvöl hjá Arsenal.
Wilshere hefur spilað í átta leikjum á þessu tímabili en hefur aðeins byrjað fjóra í deild.
Nú er búið að staðfesta að Wilshere sé enn og aftur meiddur og verður ekki með gegn Newcastle um helgina.
Þessi 27 ára gamli leikmaður missti af leik gegn Sheffield United um síðustu helgi en hann er meiddur í nára.