PSG 3-1 Breiðablik
1-0 Jordyn Huitema
1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
2-1 Jordyn Huitema
3-1 Kadidiatou Diani
Breiðablik er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við franska stórliðið Paris Saint-Germain.
Blikar heimsóttu franska stórliðið í kvöld en um var að ræða seinni leik liðanna af tveimur.
PSG vann sannfærandi 4-0 sigur á Kópavogsvelli fyrr í mánuðinum og var verkefnið alltaf að fara verða erfitt.
Blikum tókst að skora mark í kvöld en Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði það í fyrri hálfleik.
Það dugði þó ekki til en þær frönsku unnu 3-1 sigur og fara áfram sannfærandi, 7-1.