Lionel Messi getur ekki verið talinn besti leikmaður sögunnar þar til hann fer til Real Madrid frá Barcelona.
Þetta segir fyrrum markvörðurinn Hugo Gatti en eins og flestir vita er rígurinn svakalegur á milli þessara liða.
Gatti segir að Messi verði þó að taka skrefið til Real ef hann vill komast á sama stall og Cristiano Ronaldo.
,,Það er eins og ég sé að skjóta á Argentínu en þar til Messi spilar í stóru leikjunum þá verður hann ennþá leikmaður heimaleikjanna,“ sagði Gatti.
,,Hann þarf að vera með hreðjarnar í það að fara til Real Madrid og sanna það sama og Cristiano Ronaldo gerði.“
,,Cristiano fór til besta félag heims. Messi spilar heima hjá sér. Messi spilar þegar þeir leyfa honum að spila. Það er auðvelt að gera allt heima hjá þér.“