Granit Xhaka hefur tjáð sig eftir eigin hegðun um helgina er Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace.
Xhaka sagði stuðningsmönnum að fara til fjandans áður en hann reif sig úr treyjunni á hliðarlínunni.
Margir kalla eftir því að fyrirliðabandið verði tekið af Xhaka sem hefur nú tjáð sig.
,,Eftir að hafa tekið smá tíma og hugsað um það sem gerðist á sunnudag þá vil ég gefa ykkur stutta útskýringu,“ sagði Xhaka.
,,Það sem gerðist yfir skiptingunni hafði stór áhrif á mig. Ég elska þetta félag og hef alltaf gefið mitt 100 prósent utan sem og innan vallar.“
,,Engin skilningur stuðningsmanna, endurtekið áreiti á leikjum og á samskiuptamiðlum undanfarnar vikur hafa sært mig verulega.“
,,Fólk hefur hótað því að fótbrjóta mig, drepa eiginkonu mína og óska þess að dóttir mín fái krabbamein. Þetta fyllti mælinn og ég fékk nóg af þessari neitun á sunnudag.“