Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, viðurkennir að það sé ekki auðvelt að taka við treyju sjö hjá félaginu.
Hazard kom til Real frá Chelsea í sumar en hann klæðist treyju númer sjö sem var áður í eigu Cristiano Ronaldo.
,,Að taka treyjunúmer Cristiano er ekki auðvelt, hann er í sögubókinni,“ sagði Hazard.
,,Við reynum allt sem við getum til að vinna allt mögulegt, við verðum að lyfta bikar.“
,,Ég veit að Meistaradeildin er mikilvæg, ég er hér til að vinna hana. Það er mikilvægt fyrir alla og líka mig.“
,,Ég er hjá besta félagi í heimi og ég reyni að gera mitt besta.“