Jamie Carragher telur að Arsenal þurfi að losa sig við varnarmanninn Shkdoran Mustafi sem fyrst.
Mustafi er alls ekki fyrstur á blað í ensku úrvalsdeildinni en fékk tækifæri í 5-5 jafntefli við Liverpool í gær.
Mustafi skoraði sjálfsmark í byrjun leiks og telur Carragher að hann eigi enga framtíð fyrir sér hjá félaginu.
,,Ég held að hans dagar þar séu taldir. Hann er einn af þeim sem gerir mistök,“ sagði Carragher.
,,Þegar einhver spilar svona þá gerir hann aðra stressaða. Þú getur ekki spilað þinn eigin leik því þú þarft að horfa á hann.“
,,Ég held að það væri best fyrir alla hjá Arsenal að hann komi sér burt.“