Curtis Jones skoraði sigurmark Liverpool í gær sem mætti Arsenal í enska deildarbikarnum.
Jones gerði síðasta mark Liverpool í 5-4 vítaspyrnusigri á Arsenal en hann er ungur og efnilegur strákur.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það hafi ekki verið hans ákvörðun að leyfa Jones að taka spyrnuna.
,,Jones, það var ekki mín ákvörðun að hann myndi taka síðasta vítið,“ sagði Klopp.
,,Þegar ég sá listann þá var Divock Origi síðastur á blaði en þeir hafa augljóslega breytt því.“