

Manchester United er komið í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir leik við Chelsea á Stamford Bridge í gær. United vann 2-1 útisigur þar sem Marcus Rashford skoraði bæði mörkin og bæði úr föstu leikatriði.
Fyrra mark Rashford kom af vítapunktinum og það seinna beint úr aukaspyrnu í seinni hálfleik. Michy Batshuayi skoraði eina mark Chelsea með fínu skoti fyrir utan teig og jafnaði metin í 1-1.
Rashford virðist ekki hafa verið meðvitaður um hvaða keppni hann var að spila í. ,,Ég er sáttur með stigin þrjú,“ sagði Rashford eftir leik.
Ekki fást stig í bikarkeppni heldur aðeins miði í næstu umferð, Rashford sagði þetta tvisvar í viðtalinu beint eftir leik.
Mikið grín hefur verið gert af Rashford eftir ummælin. Ummæli Rashord má heyra hér að neðan.
Marcus Rashford during his post-match interview after Manchester United beat Chelsea in the Carabao Cup…
Who wants to tell him?#MUFC
— RouteOneFootball (@RouteOneFootbal) October 31, 2019