Marcus Rashford var að skora stórbrotið mark í enska deildarbikarnum gegn Chelsea.
Chelsea jafnaði metin í 1-1 í seinni hálfleik en Michy Batshuayi skoraði þá með góðu skoti fyrir utan teig.
Rashford fékk svo tækifæri á að skora annað mark United úr aukaspyrnu langt fyrir utan teig.
Hann lét vaða í átt að marki Chelsea og smellhitti boltann sem endaði í markinu.
Willy Caballero átti ekki möguleika í markinu eins og má sjá hér.
? Chelsea vs Manchester United | Rashford (GOAL!!!) 73′ #CHEMUN pic.twitter.com/YXLejpHYkF
— ⚽️D9INE⚽️ (@D9INE_WORLDWIDE) 30 October 2019