Barcelona 5-1 Valladolid
1-0 Clement Lenglet
1-1 Kiko
2-1 Arturo Vidal
3-1 Lionel Messi
4-1 Lionel Messi
5-1 Luis Suarez
Barcelona fór á kostum í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Real Valladolid.
Lionel Messi var allt í öllu hjá heimamönnum en hann lagði upp tvö mörk og skoraði tvö í 5-1 sigri.
Barcelona var mun sterkara liðið í leiknum og lyfti sér upp í efsta sætið með sigri.
Barcelona er nú fjórum stigum á undan Real Madrid sem á þó leik til góða.