Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, myndi sleppa því að spila alla leiki í Serie A ef það væri aðeins hans ákvörðun.
Ronaldo er orðinn 34 ára gamall og vill helst bara taka þátt í mikilvægustu leikjunum.
,,Ég get sagt ykkur það að ef ég myndi ráða þá myndi ég bara spila mikilvæga leiki. Í Þjóðadeildinni og Meistaradeildinni,“ sagði Ronaldo.
,,Það eru aðal leikirnir, það er mikið undir, umhverfið er erfitt og pressan er mikil.“
,,Þú verður að haga þér eins og atvinnumaður, standa þig á hverjum degi til að heiðra þína fjölskyldu og liðið sem borgar þér vel.“