Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, gerði allt vitlaust í leik liðsins gegn Crystal Palace um helgina.
Xhaka var tekinn af velli í seinni hálfleik í 2-2 jafntefli og labbaði hægt að varamannabekknum.
Þá var baulað hressilega á fyrirliðann sem sagði stuðningsmönnum að fara til fjandans áður en hann reif sig úr treyjunni.
Xhaka er nú búinn að breyta aðalmynd sinni á Instagram og er ekki lengur í treyju Arsenal með bandið.
Hann er nú myndaður í treyju svissnenska landsliðsins eins og má sjá hér.