Það þekkja flestir sögu framherjans Emiliano Sala sem lést í byrjun árs í flugslysi.
Sala og flugmaður lögðu af stað frá Nantes til Cardiff en komust aldrei á leiðarenda og endaði vélin á hafsbotni.
Cardiff hafði samþykkt að borga 15 milljónir punda fyrir Sala sem er frá Argentínu.
Hans fyrrum félag San Martin de Progreso hefur nú ákveðið að skíra heimavöll sinn í höfuð Sala.
Emiliano Sala völlurinn verður vígður á fimmtudaginn en þá hefði Sala fagnað 29 ára afmæli sínu.
Samkvæmt fregnum ytra verða móðir og bróðir Sala á staðnum þegar breytingin verður opinberuð.