Búlgaría verður að leika næstu tvo heimaleiki sína á tómum velli, vegna rasisma sem stuðningsmenn félagsins voru með í garð Englendinga.
UEFA hefur kveðið upp dóm sinn en að auki fær Búlgaría 65 þúsund pund í sekt.
Dökkir leikmenn Englands fengu ógeðfelldar móttökur í Búlgaríu, mikill rasismi var í garð dökkra leikmanna liðsins.
UEFA hefur því ákveðið að refsa Búlgaríu og það nokkuð þungt ef svona mál eru skoðuð í samhengi. Mikill rasismi virðist ríkja í Búlgaríu.