fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Gaui Þórðar sagði upp í Færeyjum: „Ég keyrði á gamaldags aðferðafræði“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. október 2019 14:12

Guðjón Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson er líklega hættur sem þjálfari NSÍ Runavík, þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun. Hann hefur sagt upp samningi sínum.

Þar greinir Guðjón frá því að hann hafi látið af störfum eftir eitt ár með félagið.

,,Það bendir fátt til þess að ég verði áfram, ég tók upp viðræður við formanninn. Sem ég hef átt gott samstarf við, eins og staðan er í dag er ekki útlit fyrir að ég verði áfram. Mig langaði til að prófa þetta, sjá hvernig myndi ganga. Ég keyrði á gamaldags aðferðafræði, æfðum þéttingsfast og vorum í formi. Skoruðum flest mörk í deildinni, vantaði upp á varnarleikinn,“ sagði Guðjón í þættinum.

,,Ég sagði upp samningum, ég á ekki von á öðru tilboði frá þeim. Ég er að leita mér að vinnu.“

Guðjón endaði með liðið í þriðja sæti deildarinnar, sem var flottur árangur í endurkomu Guðjóns í þjálfun. Liðið náði Evrópusæti.

Guðjón hafði ekki þjálfað í sjö ár þegar hann snéri aftur til Færeyja og sannaði ágæti sitt.

Fá störf eru eftir á Íslandi sem Guðjón gæti hlaupið í, óvíst er því hvaða skref hann tekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík