Manchester United er besta lið ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Liverpool, ef úrslit úr fyrri hálfleikjum myndi aðeins telja.
United væri með 22 stig ef leikir tæku enda í hálfleik en ekki 13 eins og raunin er. Liverpool væri með 22 stig einnig, en ekki 28 eins og raunin er.
Ole Gunnar Solskjær hefur verið í veseni með sitt lið, en liðið hefur gefið hressilega eftir í síðari hálfleik.
Liverpool er það lið sem sækir flest stig í síðari hálfleik en liðið hefur verið duglegt að snúa við gangi leiks.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.