fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Kínverjar vilja auka innflutning á íslenskum laxi og lambakjöti – „Gríðarstórt hagsmunamál“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. október 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í morgun fund með Zhang Jiwen, vararáðherra Kína á sviði tollamála og eftirlits með innflutningi matvæla, samkvæmt tilkynningu.

Á fundinum lýstu Kínversk stjórnvöld yfir vilja til að auka enn frekar innflutning til Kína frá Íslandi, m.a. með því að greiða frekar fyrir innflutningi á sjávarafurðum, fiskimjöli, laxi og lambakjöti.

Kristján Þór er staddur í Kína til að sækja sjávarútvegssýninguna í  Qingdao í Kína en um er að ræða aðra af stærstu sjávarútvegsýningum í heimi og taka 11 íslensk fyrirtæki þátt í sýningunni í ár. Hann hefur jafnframt nýtt ferðina til að funda með stjórnvöldum í Kína, m.a. til að fylgja eftir fríverslunarsamning sem tók gildi milli landanna árið 2014.

Ég mun á fundum mínum með stjórnvöldum í Kína leggja áherslu á frekari þróun fríverslunarsamningsins. Það er mikilvægt fyrir Ísland í ljósi þess að Kína er stærsti innflytjandi sjávar- og landbúnaðarafurða í heiminum og verð fyrir t.d. lax er hærra hér en á öðrum mörkuðum. Þá er jafnframt reiknað með að millistéttin í Kína muni stækka umtalsvert á komandi árum. Það er því gríðarstórt hagsmunamál fyrir Ísland að þessi samskipti gangi vel og það er því ánægjulegt að heyra vilja Kínverskra stjórnvalda til að greiða fyrir frekari innflutningi til Kína frá Íslandi.“

segir Kristján Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með