Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur sent Granit Xhaka, fyrirliða liðsins, skýr skilaboð.
Xhaka gerði marga reiða um helgina er hann sagði stuðningsmönnum liðsins að fara til fjandans áður en hann reif sig úr treyjunni í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace.
Xhaka hefur fengið mikla gagnrýni fyrir sína hegðun og er Petit með ráð fyrir miðjumanninn.
,,Ef ég væri að tala við Xhaka þá myndi ég segja honum að hann væri að vinna mest spennandi vinnu í heiminum og að hann þyrfti að fórna ýmsu,“ sagði Petit.
,,Hann verður að skilja það, þegar þú spilar fyrir stórlið eins og Arsenal og ert fyrirliði þá þarftu að vera fyrirmynd á vellinum.“
,,Þú ert það ekki núna. Slakaðu á. Ekki svara spurningum, það gæti endað illa. Haltu bara kjafti, sinntu þínu starfi og reyndu að vinna stuðningsmennina á þitt band.“