Mario Mandzukic, leikmaður Juventus, er eftirsóttur þessa dagana en hann er á förum frá félaginu.
Mandzukic er 33 ára gamall en hann hefur ekkert fengið að spila með Juventus á þessu tímabili.
Manchester United vill mikið fá leikmanninn í janúarglugganum og var það talið vera hans líklegasti kostur.
Útlit er þó fyrir að það sé búið að breytast en lið Al Duhail í Katar býður hærri laun en United.
Duhail reynir mikið að fá Mandzukic þessa stundina og er tilbúið að borga honum 7,5 milljónir evra á ári.