Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur tjáð sig um fyrstu kynnin af Lionel Messi, leikmanni Barcelona.
Messi byrjaði fyrsta að vekja alvöru athygli undir Guardiola og voru þeir frábærir saman.
Messi er í dag talinn einn besti leikmaður sögunnar og tók Guardiola strax eftir hæfileikunum.
,,Það var einhver í liðinu búinn að segja mér að það væri mjög góður leikmaður í hópnum, sagði Guardiola.
,,Þeir sögðu mér að hann væri mjög ungur en að hann hafi skorað mörg mörk og væri afar öflugur.“
,,Ég þekkti hann ekki en einn daginn þá sá ég og pabba hans í Nike búð. Ég sá hann og hann leit út fyrir að vera lítill og feiminn.“
,,Við byrjuðum undirbúningstímabilið í Skotlandi og unnum 6-1 og 5-0. Hann skoraði þrjú í leik. Ég hugsaði um leið að við myndum vinna allt með hann í liðinu.“