

Manchester City er með lang dýrasta byrjunarlið ensku úrvalsdeildarinnar að meðaltali, liðið þeirra kostar að meðaltali 618 milljónir punda.
Mjög langt er í næsta lið á listanum en þar er Manchester United en meðalverð á byrjunarliði félagsins eru 373 milljónir punda. Það sem lækkar verðmiðann að meðaltali á liði United er að Paul Pogba og Anthony Martial hafa spilað minna, vegna meiðsla.
Besta lið deildarinnar, Liverpool er í þriðja sæti en meðalverð á byrjunarliði félagsins eru 318 milljónir punda. Sá verðmiði mun hækka eftir að Alisson Becker snéri aftur. Chelsea og Tottenham koma þar á eftir og Tottenham er svo í sjötta sæti.
Um er að ræða kaupverð á leikmönnum sem byrja leiki en Norwich er með ódýrasta liðið, þá situr Burnley í þriðja neðsta sæti.
Listi um þetta er hér að neðan.
