

Brian McBride, fyrrum leikmaður Fulham, hvetur Kylian Mbappe til að ganga í raðir Manchester United.
Mbappe spilar með Paris Saint-Germain í dag en hann mun líklega semja við annað félag síðar á ferlinum.
,,Liverpool er frábært félag en viltu sjá Mbappe pressa allan völlinn? Viltu sjá hann verjast eins og aðrir leikmenn Liverpool? Ég held ekki,“ sagði McBride.
,,Real Madrid og Barcelona – hver myndi ekki vilja fá sendingu frá Lionel Messi? Real Madrid er svo í svolítilli lægð.“
,,En ef þú vilt hjálpa liði að komast á sama stað og áður þá er Manchester United svarið.“