Joel Matip, varnarmaður Liverpool, verður frá keppni vegna meiðsla í allt að sex vikur.
Frá þessu greina fjölmargir enskir miðlar í kvöld en hafsentinn hefur misst af fjórum síðustu leikjum.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði í síðustu viku að meiðsli Matip væru ekki alvarleg.
Það er þó útlit fyrir að þau séu alvarlegri en í fyrstu var haldið og mun Matip missa af allt að 10 leikjum.
Það er gríðarlegt áfall fyrir Liverpool en Matip hefur verið flottur í vörninni á leiktíðinni.