Mjallby vann 2-0 sigur á Syrianska í sænsku B-deildinni í kvöld og var það gríðarlega mikilvægur sigur fyrir félagið.
Mjallby er nú búið að tryggja sér sæti í efstu deild fyrir næsta tímabil en ein umferð er eftir.
Liðið er á toppnum eftir 29 leiki, fimm stigum frá Jonkopings sem er í þriðja sæti deildarinnar.
Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, er þjálfari Mjallby og hefur gert magnaða hluti.
Hann hefur nú farið með liðið upp um tvær deildir á tveimur árum en Milos tók við er Mjallby var í C-deildinni.
Milos tók við aðalþjálfun Mjallby sumarið 2018 og hefur náð stórkostlegum árangri.