Manchester United hafnaði því að fá Pierre Emerick Aubameyang frá Borussia Dortmund í byrjun 2018.
Frá þessu greina miðlar í kvöld en Aubameyang reyndi mikið að komast frá Þýskalandi í allt að tvö ár.
Hann fékk þá ósk uppfyllta að lokum í janúar í fyrra en Arsenal borgaði 56 milljónir punda fyrir framherjann.
Önnur lið fengu þó tækifæri á að semja við leikmanninn sem hefur skorað 49 mörk í 77 leikjum fyrir Arsenal.
United íhugaði að gera tilboð í leikmanninn bæði 2016 og 2017 en hann þótti ekki nógu sannfærandi.
Félagið ákvað að lokum að kaupa Romelu Lukaku sem er farinn til Inter Milan í dag.