James Milner, leikmaður Liverpool, hefur nefnt sinn erfiðasta andstæðing á löngum ferli.
Milner hefur mætt mörgum af bestu leikmönnum heims en hann talar um Wilfried Zaha sem erfiðasta andstæðinginn.
Milner hefur mætt Zaha tvisvar sem leikmaður Liverpool en sá síðarnefndi spilar fyrir Crystal Palace.
,,Ég hef tvisvar verið rekinn af velli fyrir að tækla hann. Hann er gæðaleikmaður og ófyrirsjáanlegur,“ sagði Milner.
,,Þið sjáið hversu erfitt er að höndla hann þegar þið horfið á hann. Hann er brögðóttur og erfiður andstæðingur.“