Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, er ein af goðsögnum knattspyrnunnar eins og allir vita.
Ronaldo hefur átt stórkostlegan feril sem leikmaður hjá Manchester United, Real Madrid og nú Juventus.
Hann er einnig landsliðsmaður Portúgals en hann sendi löndum sínum góða gjöf á dögunum.
U17 kvennalandslið Portúgals tryggði sér sæti á EM 2020 á dögunum og fengu í kjölfarið pakka frá Ronaldo.
Þær fengu allar skópar frá leikmanninum og einnig bréf sem hann á að hafa skrifað sjálfur.
,,Ég sendi ykkur þessa Mercurial draumaskó og vona að þeir hjálpi ykkur að uppælifa drauminn,“ sagði Ronaldo.
,,Þegar ég var krakki átti ég mér einfaldan en mjög klikkaðan draum. Svona draumur sem heldur þér vakandi á nóttinni.“
,,Ég vildi verða besti fótboltamaður í heimi. Ég gerði allt til að ná því – í ræktinni, á æfingum og bara allt sem þurfti til.“
,,Ég upplifði minn draum og þið getið upplifað ykkar.“
The @selecaoportugal U17 Women’s team made it to the Euro 2020 elite round and received a gift from @Cristiano. A pair of boots with a personalised letter congratulating them.
(Vídeo c/o @selecaoportugal Instagram) pic.twitter.com/Qmyuo56Wec
— Próxima Jornada (@ProximaJornada1) 27 October 2019