Jaap Stam hefur sagt af sér sem þjálfari Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni.
Þetta var staðfest í dag en Stam skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í mars á þessu ári,
Stam var áður þjálfari Reading og PEC Zwolle en hann entist í heil tvö ár hjá enska félaginu.
Það hefur ekkert gengið undir stjórn Stam á tímabilinu en Feyenoord er í 12. sæti deildarinnar.
Frammistaðan hefur heillað fáa og eftir 4-0 tap gegn Ajax hefur Stams ákveðið að kveðja.