Gus Poyet, fyrrum leikmaður Tottenham og Chelsea, skilur ekki hvernig er hægt að gagnrýna Gareth Bale, leikmann Real Madrid.
Bale hefur þurft að þola mikla gagnrýni undanfarið ár og var nálægt því að fara til Kína.
Hann skoraði tvennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018 gegn Liverpool en er oft ásakaður um að sýna lítinn metnað þegar kemur að öðrum hlutum en leikjum.
,,Við tölum um Bale. Sumir segja að hann sé alltaf í golfi. Ég segi að hann hafi skorað í úrslitum Meistaradeildarinnar eða Copa del Rey,“ sagði Poyet.
,,Það sem ég á við er að við horfum á hann með neikvæðni en ég sé það sem hann hefur gert fyrir Madrid.“
,,Þetta er sami Bale. Hvernig er hægt að gagnrýna hann eftir allt sem hann hefur gert fyrir félagið?“