Gareth Bale hefur ekki áhuga neinu nema golfi, frá þessu greinir hann í viðtali við Telegraph.
Bale þénar 93 þúsund pund á dag hjá Real Madrid eða tæpar 15 milljónir króna, á hverjum degi.
Bale er því með fullt rassgat af peningum og er að fjárfesta, hann skoðar það aðeins en ekki mikið. Hann sem dæmi ekki hver er forsætisráðherra, Bretlands. Bale er frá Wales.
,,Ég skoða mín fjármál, hvort Brexit hafi áhrif á það en ég hef ekki áhuga á þessu. Ég þarf ekki að lesa þessa þvælu,“ sagði Bale.
,,Ég veit kannski 1 prósent um Brexit, ég veit ekki hver forsætisráðherra okkar er núna.“
,,Ég get ekki sagt að ég hafi áhuga á neinu, ég fylgist með golfi. Það er ekki mikið meira.“
Bale er duglegur að spila golf á Spáni en Real Madrid hefur ítrekað reynt að losna við Bale, án árangurs.