fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Nostalgía: Líkur á að gamla merki KSÍ verði tekið aftur í noktun

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. október 2019 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hef­ur samið við aug­lýs­inga­stof­una Brand­en­burg um stuðning við mót­un, upp­bygg­ingu og þróun á vörumerkj­um sam­bands­ins. Í kjöl­far stefnu­mót­un­ar og und­an­geng­inn­ar markaðsgrein­ing­ar hef­ur KSÍ ákveðið að ráðast í end­ur­mörk­un á sín­um auðkenn­um.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur þetta lengi verið í umræðu innan KSÍ að taka upp gamla merki sambandsins, það ku vera ansi líklegt að af því verði. Lagabreyting á síðast ársþingi gefur stjórn sambandsins leyfi, til að breyta merkinu.

Mark­miðið er að styrkja vörumerki KSÍ og efla ásýnd sam­bands­ins, auka er­lenda tekju­mögu­leika og færa auk­inn kraft í markaðsstarf tengt inn­lend­um og er­lend­um verk­efn­um. Vald­ar voru þrjár aug­lýs­inga­stof­ur til að koma með til­lög­ur að breyttri vörumerkja­stefnu og í kjöl­farið var ákveðið að ganga til sam­starfs við Brand­en­burg.

„Við hjá KSÍ erum mjög spennt fyr­ir því sem framund­an er í vörumerkja­mál­um sam­bands­ins. Búið er að vinna mikla grein­ing­ar­vinnu og framund­an eru áhuga­verð verk­efni sem gam­an verður að vinna með Brand­en­urg,“ seg­ir Stefán Sveinn Gunn­ars­son, sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ.

„Árang­ur landsliðanna okk­ar und­an­farið og sú heims­at­hygli sem við höf­um notið krefst þess að við end­ur­skoðum upp­bygg­ingu okk­ar vörumerkja. Eins er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir fé­lög­in í land­inu að knatt­spyrn­an, sem heild, sinni sín­um markaðsmá­l­um af festu, enda sam­keppni um þátt­tak­end­ur í íþrótt­a­starfi mik­il, hvort sem er um að ræða leik­menn, aðstand­end­ur eða sjálf­boðaliða.“

„Þetta er að sjálf­sögðu eitt mest spenn­andi vörumerkja­verk­efni sem við höf­um tekið að okk­ur og okk­ur líður dá­lítið eins og við höf­um verið val­in í landsliðshóp­inn. Á sama tíma ger­um okk­ur fylli­lega ljóst að um afar krefj­andi verk­efni er að ræða enda hafa all­ir sterk­ar skoðanir á starf­semi KSÍ, utan vall­ar sem inn­an. Þannig á það líka að vera, við eig­um að vera stolt af KSÍ og því starfi sem þar fer fram. Við höf­um veitt ráðgjöf og séð um hönn­un í mörg­um af stærstu vörumerkja­verk­efn­um síðustu miss­era og erum mjög spennt fyr­ir að fara í þessu vinnu með KSÍ,“ seg­ir Ragn­ar Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Brand­en­burg­ar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til
433Sport
Í gær

Vaknaði og fór að hágráta vegna Jota – ,,Svo ótrúlega sársaukafullt“

Vaknaði og fór að hágráta vegna Jota – ,,Svo ótrúlega sársaukafullt“