Mikael Nikulásson, mun að öllum líkindum taka við Njarðvík á morgun. Hann staðfesti þetta í Dr. Football þættinum í dag.
Þar er Mikael sérfræðingur og hefur verið vinsæll í því hlutverki, hlustendur kalla hann King Mæk.
Mikael var lengi vel í þjálfun en hefur ekki verið í starfi frá því að Augnablik, þá í 3. deild lét hann fara árið 2013.
Njarðvík féll úr 1. deildinni í sumar og Rafn Markús lét af störfum. Mikael stýrði liði Núma í 3. deildinni hér á árum áður og þá stýrði hann liði ÍH frá 2006 til 2010, með góðum árangri.
,,Það er fullt af góðum liðum þarna,“ sagði Mikael um starfið sem hann tekur líklega að sér.