Franck Ribery, kantmaður Fiorentina er á leið í langt bann eftir hegðun sína um helgina.
Ribery var brjálaður eftir 2-1 tap gegn Lazio í gær í Seriu A. Kantmaðurinn hefur verið öflugur fyrir sitt nýja lið.
Ciro Immobile skoraði umdeilt sigurmark fyrir Lazio undir lok leiksins.
Ribery fór að bögga línuvörðinn eftir leik og ýtti tvisvar í hann, hann fékk rautt spjald.
Myndband af þessu er hér að neðan en ljóst er að Ribery fær nokkra leiki í bann.