fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Eltihrellir í langt fangelsi fyrir að ofsækja stórstjörnu: Sendi bréf og hótaði að sprengja húsið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. október 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabio Quagliarella, framherji Sampdoria þarf ekki lengur að óttast eltihrellir sem angraði hann í fimm ár. Sá hefur verið dæmdur í fangelsi.

Raffaele Piccolo, sem var lögreglumaður fékk í dag fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að hrella Quagliarella í fimm ár. Hann komst í kynni við Quagliarella, með því að vera í starfi lögreglumanns.

Hann fór að senda honum bréf undir nafnleynd, að Quagliarella væri að misnota börn, væri í eiturlyfjahring og tengdur mafíunni á Ítalíu.

Piccolo mætti svo til Quagliarella sem þá lék með Napoli og sagðist hjálpa honum með málið. Quagliarella var ekki sá eini sem Piccolo var að áreita. Málið hefur lengi verið í rannsókn en það var faðir, Quagliarella sem fór að gruna að Piccolo væri að senda bréfin.

,,Hann angraði mig í fimm ár, ég veit ekki hvað honum gekk til. Hann var lögreglumaður og vegna þess þá treysti ég honum,“ sagði Quagliarella.

,,Þetta byrjaði á vandræðum með lykilorð, sem hann lagaði. Svo fór ég að fá bréf með myndum af nöktum konum, hann sagði mig áreita börn kynferðislega. AÐ ég væri að vinna með mafíunni og flytja inn eiturlyf. Að ég væri að hagræða úrslitum.“

,,Faðir minn fékk hótanir og því var hótað að húsið mitt yrði sprengt.“

Quagliarella hefur leikið fjölda leikja fyrir ítalska landsliðið og er þjóðþekktur á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Í gær

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Í gær

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila
433Sport
Í gær

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Í gær

Mourinho sendir pillu til Tyrklands og segist hafa valið rangt

Mourinho sendir pillu til Tyrklands og segist hafa valið rangt