

Það var líf og fjör í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Liverpool vann stórleikinn gegn Tottenham.
Manchester United vann fínan útisigur á Norwich og Manchester City var ekki í vandræðum með Aston Villa.
Chelsea pakkaði Burnley saman þar sem Christian Pulisic skoraði þrennu. Leicester vann þá sögulegan 0-9 sigur á Southampton, á föstudag.
Þá kom Gylfi Þór Sigurðsson við sögu í tapi Everton gegn Brighton. Lið helgarinnar að mati BBC er hér að neðan.
