

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, vill ekki sjá félagið reyna við Christian Eriksen í janúar.
Eriksen verður samningslaus næsta sumar og má því ræða við önnur félög í byrjun árs.
Daninn hefur lítið sem ekkert getað undanfarið og er Keane ekki mikill aðdáandi.
,,Ég myndi ekki taka við honum sem stjóri Manchester United,“ sagði Keane.
,,Ég held að hann fari frítt en hann myndi ekki bæta þessu lið, það er mikilvægt fyrir lið á borð við Manchester United sem reynir að minnka bilið.“
,,Hann mun ekki styrkja lið United en á sama tíma þá ákváðu þeir að kaupa Fred.“