fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Íslendingar reiðir eftir nýjustu tilkynningu Símans: ,,Ég held ég verði að segja upp þessari áskrift“

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. október 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir Íslendingar bálreiðir þessa stundina eftir færslu sem Síminn birti á Facebook síðu sína í gær.

Það eru margir sem ætla að fylgjast með enska boltanum í dag en fjölmargir leikir eru á dagskrá.

Síminn sér um að sýna enska boltann hér heima en enginn leikur verður á dagskrá klukkan 14:00 í dag.

Þrír leikir eru spilaðir klukkan 14:00 en enginn af þeim verður sýndur sem er kannski í lagi enda um minni lið að ræða.

Það er þó aðallega sunnudagsdagskráin sem fer illa í fólk en þá eru nokkrir hörkuleikir sem fara fram.

Síminn mun sýna frá leik Manchester United og Norwich sem og viðureign Liverpool og Tottenham.

Það eru aðallega Arsenal-menn sem eru pirraður en leikur Arsenal við Crystal Palace verður ekki sýndur.

,,Það verður enginn leikur á dagskrá klukkan 14.00 á laugardaginn á Síminn Sport. Þess í stað sýnum við frá tveimur leikjum á sunnudaginn,“ stendur í færslu Símanns.

,,Annars vegar frá leik Man. Utd. og Norwich og hins vegar frá leik Liverpool og Totteham. Ástæðan er að við erum bundin því hversu mörgum leikjum við megum sýna frá og við töldum meiri eftirspurn eftir þessum leikjum.“

Margir þurfa því að leita annað ef þeir ætla að sjá leikinn á sunnudaginn sem er mikilvægur fyrir Arsenal.

,,Þetta er orðið soldið kjánalegt. Ég held að ég verði að fara að segja þessari áskrift upp,“ skrifar Óskar Páll Elfarsson við færsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“