fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Einn vinsælasti sérfræðingur þjóðarinnar gæti tekið við Njarðvík: Mikael hefur fundað með þeim

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. október 2019 13:42

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að Mikael Nikulásson verði nýr þjálfari Njarðvíkur, í 2. deild karla. Hann staðfesti þetta í Dr. Football þættinum í dag.

Þar er Mikael sérfræðingur og hefur verið vinsæll í því hlutverki, hlustendur kalla hann King Mæk.

Mikael var lengi vel í þjálfun en hefur ekki verið í starfi frá því að Augnablik, þá í 3. deild lét hann fara árið 2013.

,,Það getur verið, það kemur í ljós á næstu dögum. Það er ekkert komið á hreint, ég hitti þá aðeins,“ sagði Mikael í Dr. Football í dag.

Mál Mikaels ættu að taka á sig mynd um helgina. ,,Ég hitti, Gylfa Bílaútsölu og, þegar svoleiðis kóngur hringir þá mætir maður, og sér hvað hann segir. Þetta kemur í ljós“

Njarðvík féll úr 1. deildinni í sumar og Rafn Markús lét af störfum. Mikael stýrði liði Núma í 3. deildinni hér á árum áður og þá stýrði hann liði ÍH frá 2006 til 2010, með góðum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna