Jack Rodwell, hefur klárað læknisskoðun hjá Roma en ekki er öruggt hvort hann fái samning hjá félaginu.
Rodwell var án félags en Roma vantar miðjumann vegna meiðsla. Hann og Marcel Buchel frá Liechtenstein æfðu með liðinu í dag.
Emil Hallfreðsson var á lista Roma en svo virðist sem félagið hafi ákveðið að velja aðra kosti.
Rodwell var vonarstjarna Englands þegar hann fór frá Everton til Manchester City, hann náði ekki flugi þar og fór til Sunderland.
Rodwell lék með Blackburn á síðustu leiktíð en hefur verið án félags síðan í sumar.