Robin van Persie, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Unai Emery nái ekki til leikmanna liðsins.
Arsenal rétt slapp í gær í leik gegn Vitoria í Evrópudeildinni en frammistaðan undanfarið hefur ekki heillað marga.
,,Ég held ekki, ég held að Emery nái ekki til leikmannana,“ sagði Van Persie.
,,Þeir eru enn veikir í föstum leikatriðum og það var vandamál þegar ég var að spila þarna.“
,,Allir ættu að taka ákvörðun. Dekkarðu svæði eða dekkarðu manninn? Þegar þú ert í vandræðum þá velurðu manninn.“
,,Þá fylgistu bara með einum manni sem þú berð ábyrgð á. Það er einn gegn einum.“