

Zlatan Ibrahimovic og félagar hans í MLS deildinni eru úr leik í MLS deildinni eftir tap í nótt.
Galaxy tapað þá fyrir grönnum sínum í LA FC en leikurinn endaði með 5-3 sigri þeirra. Zlatan skoraði eitt mark.
Zlatan er 38 ára gamall og gæti verið að kveðja MLS deildina, samningur hans er á enda. Zlatan er enn í fullu fjöri og hafa Napoli og fleiri lið áhuga á að fá hann í janúar.
Eftir leik reifst Zlatan við stuðningsmenn LA FC sem voru að öskra á hann, hann greip um lim sinn og sagði svo. ,,Ef ég fer úr MLS deildinni, þá man enginn eftir ykkur.“
Myndband af þessu er hér að neðan.