Unai Emery, stjóri Arsenal, neitaði að tjá sig um miðjumanninn Mesut Özil í gær.
Búist var við að Özil myndi byrja gegn Vitoria í Evrópudeildinni en hann var ekki í leikmannahópnum.
Özil fær ekkert að spila á Emirates þessa stundina og hefur komið við sögu í einum deildarleik.
Emery var spurður út í Özil eftir 3-2 sigur en hann hafði lítið að segja um málið.
,,Ég held að það sé ekki rétt að tala um það í kvöld. Hann var ekki í hópnum það var ákvörðunin,“ sagði Emery.