

Paul Scholes, goðsögn Manchester United, hvetur félagið til að kaupa Mesut Özil frá Arsenal í janúar.
Özil fær ekkert að spila hjá Arsenal undir Unai Emery og var ekki í leikmannahópnum gegn Vitoria í gær í fimmta skiptið í röð.
,,Ég skil þetta ekki. Hann er leikmaður sem getur tengt allt liðið saman,“ sagði Scholes.
,,Hann er með mikil gæði og hefur sýnt það á ferlinum. Hann gæti verið tímabundið svar.“
,,Það snýst um hvað hann vill gera. Ég get ekki séð það gerast en hann er leikmaður sem United gæti notað.“