

Piet de Visser, njósnari Chelsea, hvetur Frank Lampard til að kaupa Nathan Ake um leið og félagaskiptabanni félagsins lýkur.
Ake var eitt sinn á mála hjá Chelsea en hann var seldur til Bournemouth fyrir tveimur árum.
De Visser er afar hrifinn af Ake sem hefur staðið sig með prýði hjá Bournemouth.
,,Ake ætti að vera að spila fyrir Chelsea þessa stundina. Hann er svo góður,“ sagði De Visser.
,,Hversu oft klikkar hann á skallafærum? Hann tímasetur allt rétt. Ég vona að þeir kaupi hann aftur.“
,,Þessi strákur væri fullkominn fyrir þá og hann hefur spilað með Lampard.“