Paul Scholes, goðsögn Manchester United, var ekki ánægður með liðið i kvöld gegn Partizan.
United vann 1-0 sigur í Evrópudeildinni í Serbíu en eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu.
Scholes var ekki hrifinn af spilamennsku liðsins þrátt fyrir sigur á erfiðum útivelli.
,,Leikurinn við Liverpool var smá hvatning en svo í kvöld þá virkar þetta alveg eins og í byrjun tímabils,“ sagði Scholes.
,,Það er eins og þeir þekki ekki hvorn annan, það er eins og þeir hafi aldrei spilað með hvorum öðrum áður.“
,,Það er engin tenging á milli miðju og sóknar. Sendingarnar voru oft svo lélegar.“