Unai Emery, stjóri Arsenal, minnir fólk á hvernig ástandið var hjá félaginu fyrir 18 mánuðum síðan.
Arsene Wenger var þá rekinn frá Arsenal og tók Emery við. Gengið hefur þó ekki batnað mikið undir hans stjórn.
Nú eru einhverjir farnir að kalla eftir því að Emery fái sparkið en hann heldur ró sinni í sínu sæti.
,,Við þurfum að muna hvernig ástandið var þegar ég kom hingað því sumir virðast hafa gleymt því,“ sagði Emery.
,,Í gegnum tíðina þá hefur þetta lið oft unnið 1-0 og veitti öðrum keppni en það var ekki nóg fyrir stuðningsmenn.„