Manchester United vann leik á útivelli í kvöld er liðið heimsótti Partizan frá Serbíu.
Leikið var í Evrópudeildinni en vítaspyrna Anthony Martial tryggði Rauðu Djöflunum stigin þrjú.
Það hefur ekkert gengið hjá United á útivelli á árinu en nú loksins kom langþráður sigur.
United hafði ekki unnið á útivelli í 232 daga sem er í raun sturluð staðreynd. Liðið vann síðast 3-1 útisigur á Paris Saint-Germain í mars.
Það var versta gengi United á útivelli síðan 1979 er Dave Sexton var við stjórnvölin.