Eitt mark dugði Manchester United í kvöld sem spilaði við Partizan í Evrópudeildinni.
United fékk erfitt verkefni í Serbíu en vítaspyrna Anthony Martian reyndist nóg til að tryggja 1-0 sigur.
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson léku báðir með CSKA Moskvu sem spilaði við Ferencvaros frá Ungverjalandi.
CSKA hefur byrjað riðlakeppnina ömurlega og er nú án stiga eftir þrjá leiki efti 1-0 tap heima í kvöld.
Wolves lenti undir gegn Slovan Bratislava en fékk að lokum stigin þrjú. Romain Saiss og Raul Jimenez komust á blað.
Partizan 0-1 Manchester United
0-1 Anthony Martial(víti)
CSKA Moskva 0-1 Ferencvaros
0-1 Roland Varga
Slovan Bratislava 1-2 Wolves
1-0 A. Sporar
1-1 Romain Saiss
1-2 Raul Jimenez(víti)