fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Fjölskyldan skellti sér í átak: Sláandi munur á sex mánuðum

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 25. október 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau þurftu ekki gera annað en að skipta skyndibitanum út fyrir hollari mat og mæta í ræktina til að ná mögnuðum árangri. Breska McGilivrays-fjölskyldan ákvað í sameiningu að gera víðtækar breytingar á lífsstíl sínum og hún sér ekki eftir því.

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið en samanlagt hafa þau Sue, 51 árs, eiginmaðurinn Roy, 56 ára og synirnir Ben (24 ára) og Simon (28) lést um 38 kíló á sex mánuðum.

Áður en þau ákváðu að gera þessar grundvallarbreytingar á lífsstíl sínum spáðu þau ekki mikið í hvað þau létu ofan í sig. Skyndibiti varð jafnan fyrir valinu á kvöldin og þá voru ferðirnar á barinn tíðar þar sem hitaeiningaríku áfengi var skolað niður.

Þetta breyttist þegar fjölskyldan ákvað í sameiningu að velja hollari mat og mæta í ræktina. Það getur verið gott að hafa góðan stuðning þegar ráðist er í svo róttækar lífstílsbreytingar og höfðu fjórmenningarnir góðan stuðning frá hvort öðru – enda markmiðið það sama.

Á þeim sex mánuðum sem liðnir eru hefur Sue lést um 22,2 kíló, Roy 12,7 kíló og Ben og Simon hafa lést um sex kíló samtals. Eins og myndirnar bera með sér eru þau öll nokkuð stæltari en þau voru áður.

Það var Sue sem reið á vaðið enda hafði móðir hennar látist úr sjúkdómi sem rakinn var til sykursýki sem hún glímdi við. Sue vildi ekki hljóta sömu örlög og ákvað að breyta til. Árangurinn lét ekki á sér standa og til að sýna Sue stuðning ákváðu þeir Roy, Ben og Simon að breyta lífsstíl sínum. Síðan þá hefur McGilivrays-fjölskyldan ekki litið um öxl og er hvergi nærri hætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum